2.8.2008 | 21:51
Handverksmarkaðurinn í Þorlákshöfn í dag tókst ágætlega
Handverksmarkaðurinn í Þorlákshöfn í dag tógs ágætlega. Fjórir félagar úr hópnum Handverk og hugvit undir Hamri Hveragerði tóku þátt. Mikill mannfjöldi var á landsmóti UMFÍ það virtist nú þannig að fæsti af þeim vissu um markaðinn enda flestir komnir til að taka þátt í íþróttum. Ólafur Ragnar og frú Dorrit gáfu sér samt tíma til að heilsa upp á handverksfólkið. Það getur verið að á svona móti ætti markaðurinn að vera opinn í tvo daga. Þeir á Hólmavík þar sem landsmót UMFÍ verður næst ættu að huga að því. Það er nú alltaf vandi að skipuleggja þannig að allt gangi fullkomlega upp.
Næstu helgi verður haldið að Hrafnagili við Eyjafjörð þar verða að minnstakosti 3 úr Handverkshópnum Handverk og hugvit undir Hamri Hveragerði. Þá verða margir með á Blómstrandi dögum í Hveragerði 15. til 17 ágúst nk.
Fylgist með á www.HandverkGalleri.is fréttir
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 3.8.2008 kl. 11:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.