Handverksmarkaður í Sunnumörk Hveragerði

 

 

 

 

100_0019Handverk og hugvit undir Hamri Hveragerði
hefur ákveðið að standa fyrir markaði í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk, í bilinu við hliðina á Hannyrðabúðinni.

Opnað verður laugardaginn 29. nóvember kl 13. Opið verður fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og flesta sunnudaga fram að jólum frá kl. 13 og eins lengi hvern dag og flestar búðir í Sunnumörk eru opnar. Þá verður opið 22. og 23.des.

 

Enn eru laus pláss. Fyrirkomulagið er þannig að þeir sem verða allan tímann greiði þátttökugjald sem er kr. 10.000 þeir ganga fyrir. Pláss hvers og eins verður takmarkað eftir fjölda þátttakenda, þó aldrei minna en eitt borð, um það bil 2m x 70 cm.

Fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur samfellt, kosta 5.000 kr í þátttökugjald.

 Hver einstakur dagur kostar 2.500 kr í þátttökugjald. Markaðurinn er aðeins fyrir handverks og hugvitsfólk frá Hveragerði ( takið eftir að í orðinu hugvit fellst allskyns list,meðal annars tónlist,myndlist, ritlist, textillist,  trélist og hverskyns hönnun) Ekki  verður leyft að vera með vörur á markaðnum sem eru í samkeppni við verslanir í Sunnumörk.

 

Nánari upplýsingar á

www.Handverkgalleri.is  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband